Basar KFUK 2016 verður haldinn laugardaginn 26. nóvember kl. 14:00-17:00 í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg.
Hinn árlegi og glæsilegi Basar KFUK verður haldinn laugardaginn 26. nóvember kl. 14-17 í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28. Til sölu verður fallegt og vandað handverk ásamt ljúffengum tertum og smákökum auk þess sem hægt verður að kaupa nýbakaðar vöfflur, kaffi og heitt súkkulaði með rjóma. Hægt að gera góð kaup á frábærum og einstökum jólagjöfum og styrkja um leið starf KFUM og KFUK. Allir hjartanlega velkomnir.
Basarinn er mikilvæg fjáröflun fyrir starfsemi KFUM og KFUK og allur ágóði af honum rennur til starfs félagsins.
Tekið er við gjöfum og kökum á basarinn í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28 í vikunni áður en basarinn er haldinn og til kl. 21 föstudaginn 25. nóvember.
Allir eru hjartanlega velkomnir.