Herrakvöld KFUM verður fimmtudaginn 3. nóvember í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg 28 og hefst dagskrá kl. 19:00.

Á dagskrá verður tónlistaratriði með Karlakór KFUM, happdrætti með spennandi vinningum, hugvekja frá Ragnari Schram framkvæmdastjóra SOS Barnaþorpa og skemmtiatriði frá Björgvini Frans Gíslasyni og Guðna Má Harðarsyni.

Matseðill: KJÖTVEISLA Á HERRAKVÖLDI

Forréttur – HAF OG HAGI
Sérlöguð lifrarkæfa í brauðbolla með beikoni, sveppum og súrum söng ásamt
Fiskpate brytans.

Aðalréttur
Sérkryddað nýslátrað heiðarlamb úr m/ rótargrænmeti og sætkartöflumauki
Sósan fer eftir skapi kokksins þann daginn.

Eftirréttur
Heit eplakaka með rjóma.

– Yfirkokkur er Hreiðar Örn Zoëga Stefánsson

Skráning

Hægt að skrá sig á http://sumarfjor.is/Event.aspx?id=11 eða í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK Holtavegi 28 í síma 588-8899.

Verð er kr. 5.900.-

Allur ágóði rennur til stuðnings nýjum svefns- og þjónustuskála í Vatnaskógi.