Miðvikudaginn 26. október kl. 16-20 fer fram á Akureyri námskeið í notkun á Litla kompási.
Litli kompás er handbók um mannréttindamenntun fyrir börn sem nýtist fagfólki í æskulýðsmálum
og öllum þeim sem vinna með börnum. Í handbókinni er fjallað um lykilhugtök á sviði mannréttinda
og réttinda barna. Kjarni bókarinnar er 40 fjölbreytt verkefni sem byggjast á virkum kennsluaðferðum
og er ætlað að hvetja og örva áhuga og vitund barna um mannréttindi í eigin umhverfi.
Námskeiðið er á vegum Æskulýðsvettvangsins og kennari á námskeiðinu er Jóhann Þorsteinsson, svæðisfulltrúi
KFUM og KFUK á Norðurlandi. Skráning á námskeiðið er í síma 4626330 og á netfangið johann@kfum.is.