KFUM og KFUK á Íslandi stendur að hópferð á Evrópuhátíð KFUM í Prag, 4.-10. ágúst 2013. Hátíðargjaldið án ferða er 95.000 krónur fyrir þátttakendur sem skrá sig eftir 30. janúar. KFUM og KFUK getur ekki lofað milligöngu um flug og flugfargjald eftir 1. mars næstkomandi. Þó vissulega verði reynt að vera þátttakendum innan handar.
Skráning á Evrópuhátíð KFUM
Hér er hægt að skrá sig á Evrópuhátíð KFUM í Prag 4.-10. ágúst 2013. Óafturkræft skráningargjald er 15.000 krónur. Greiða þarf skráningargjaldið inn á reikning KFUM og KFUK á Íslandi 526-26-678899, kennitala 690169-0889 innan þriggja daga frá skráningu. Mikilvægt er að setja kennitölu þátttakanda í skýringu.
Ef þátttakendur eru undir 18 ára aldri 1. ágúst 2013, þarf jafnframt að skila leyfisbréfi frá foreldrum/forráðamönnum til leiðtoga viðkomandi starfsdeildar.
[form yefestival]
Ferðatilhögun hópferðar KFUM og KFUK
- 2. ágúst Flug frá Keflavík til Frankfurt í Þýskalandi
- 2. ágúst Rúta á hátíðarsvæði í Prag (4 klst ferð)
- 3. ágúst Kynnisferð um miðborg Prag (rólegur dagur)
- 4.-10. ágúst Evrópuhátíð KFUM í Prag
- 11. ágúst Rúta frá Prag til Frankfurt í Þýskalandi
- 11. ágúst Flug frá Frankfurt til Keflavíkur.
Dagskrá hátíðarinnar
Hægt er að nálgast yfirlit yfir dagskrá hátíðarinnar á íslensku á slóðinni:
http://www.kfum.is/evropuhatid2013/dagskra-evropuhatidar-kfum-2013/
Greiðsluáætlun
Nauðsynlegt er að greiða fyrir ferðina eins og hér segir:
- Við skráningu 15.000 krónur
- 1. febrúar 50.000 krónur
- 1. apríl 40.000 krónur
- 24. júní 64.900 krónur – lokagreiðsla vegna ferðakostnaðar til Heimsferða
Sjálfboðaliðar í vetrarstarfi KFUM og KFUK fá 25.000 króna niðurgreiðslu á mótsgjaldi.
Ferðatryggingar
Ef lokagreiðslan er greidd með greiðslukorti beint til Heimsferða er hægt að nýta ferðatryggingar korthafa séu þær til staðar. Ef greiðslukort er ekki notað og ferðatrygging er ekki hluti af fjölskyldutryggingu er mælt með að keypt sé ferðatrygging. Verð liggur ekki fyrir að svo stöddu.
Við mælum með því að þátttakendur fái Samevrópskt sjúkratryggingaskírteini og ferðist með það til Prag. Hægt er að fá slíkt skírteini án endurgjalds hjá Tryggingastofnun Ríkisins.
Skráning síðar
Hátíðargjaldið án ferða hækkar upp í 95.000 krónur fyrir þátttakendur sem skrá sig eftir 30. janúar. Jafnframt er ekki hægt að tryggja að KFUM og KFUK í samvinnu við Heimsferðir geti boðið upp á sama flugfargjald eftir 4. febrúar. Þá getur KFUM og KFUK ekki lofað milligöngu um flug og flugfargjald eftir 1. mars næstkomandi. Þó vissulega verði reynt að vera þátttakendum innan handar.
Sjálfboðaliðar á mótinu
Þátttakendur, 18 ára og eldri geta sótt um að vera sjálfboðaliðar á Evrópuhátíðinni í Prag. Sjálfboðaliðar greiða 40.000 krónur í mótsgjald. Nauðsynlegt er að sækja um sem sjálfboðaliði sem fyrst. Nánari upplýsingar má fá hjá starfsfólki KFUM og KFUK á Íslandi eða með því að senda póst á netfangið hakon@kfum.is. Nánari upplýsingar um verkefni sjálfboðaliða á hátíðinni má fá á slóðinni http://www.yefestival.com/volunteer-at-the-festival-1.
Um leiðtoga
Gert er ráð fyrir að einn fararstjóri eldri en 25 ára fylgi hverjum hópi til Prag. Þá verði a.m.k. einn farastjóri eldri en 20 ára fyrir hverja sjö þátttakendur undir 18 ára.
Allir sjálfboðaliðar og starfsmenn í starfi KFUM og KFUK með börnum og ungmennum þurfa að skila inn heimild til félagsins þess efnis að hægt sé að leita upplýsinga um viðkomandi í Sakaskrá ríkisins. Jafnframt þurfa allir sjálfboðaliðar og starfsmenn í starfi með börnum og ungmennum að taka námskeiðið Verndum þau þar sem fjallað er um ofbeldi og vanrækslu gagnvart börnum og ungmennum og leiðir til að bregðast við slíku.
Nánari upplýsingar um fararstjóra, leiðtoga og starfsmenn KFUM og KFUK má fá á slóðinni http://www.kfum.is/um-kfum-og-kfuk/til-foreldra/.
Skipulag á fjáröflun einstakra deilda
Fjáröflun einstakra deilda og hópa hvílir á viðkomandi hópum. Þannig ber unglingadeild KFUM og KFUK á Akureyri ábyrgð á söfnuninni hjá sér, unglingadeild KFUM og KFUK í Keflavík á sinni söfnun og svo mætti halda áfram.
Hver deild leggur afrakstur safnannna inn á reikning KFUM og KFUK, sem er sérmerktur viðkomandi söfnun. Nauðsynlegt er að hver innlögn sé merkt þátttakanda sem safnaði viðkomandi upphæð, eða önnur skýring. Hver deild heldur utan um hversu miklu einstakir þátttakendur hafa safnað, þó mikilvægt sé að geta staðfest það á reikningsyfirlitum. Eftirlit og umsjón með söfnunarfé er á höndum fjármálastjóra og æskulýðsfulltrúa KFUM og KFUK en allt söfnunarfé fer í gegnum endurskoðað bókhald KFUM og KFUK á Íslandi.Einstakar deildir leggja afrakstur safnanna inn á reikninga eins og hér segir:
- UD KFUM og KFUK Grindavík Kt. 690169-0889 Bankareikn. 117-26-4471
- UD KFUM og KFUK Hveragerði Kt. 690169-0889 Bankareikn. 101-26-2425
- ED KFUM og KFUK Pragdeild Kt. 690169-0889 Bankareikn. 515-04-255310
- UD KFUM og KFUK Keflavík – Upplýsingar hjá leiðtogum í Unglingadeild KFUM og KFUK í Keflavík
- UD KFUM og KFUK Akureyri – Kt. 690169-3049 Bankareikn. 0302-13-302460
Fjáröflunarhugmyndir
Við í þjónustumiðstöð KFUM og KFUK erum sífellt að leita að nýjum (og gömlum) hugmyndum sem má nýta til fjársöfnunar í deildarstarfi. Þegar við rekumst á eitthvað skemmtilegt sem gæti hentað þá setjum við upplýsingar á efnisveituvef félagsins á slóðinni http://efnisveita.kfum.is/category/fjaroflun.
Vasapeningar
Innifalið í hátíðargjaldi er allur matur á hátíðarsvæðinu, ferðir, gisting og dagskrá. Því er mjög lítil ástæða til að vera með háar upphæðir með sér. Við mælumst til þess að fólk sé alls ekki með meira en 30.000 krónur í vasapeninga og bendum jafnframt á að öll verðmæti og dýr tæki eru á ábyrgð eigenda í ferðinni. Það er mögulegt fyrir einstaka hópa að stefna að því að safna einnig fyrir vasapeningum á mótinu. Við ítrekum, ekki er mælst til að þátttakendur séu með meira en 30.000 krónur í vasapeninga á mótinu.
Verkefni á mótinu
KFUM og KFUK á Íslandi ætlar ekki bara að njóta þess sem aðrir gera á Evrópuhátíðinni, heldur bjóða upp á skemmtilega dagskrá og smiðjur fyrir aðra. Þannig verður t.d. TenSing hópurinn með leikþætti og tónlist.
Við hvetjum leiðtoga og hópa til að koma með hugmyndir að smiðjum, leikjum og skemmtidagskrá sem við getum boðið upp á til að gera hátíðina enn betri fyrir alla. Þá mun KFUM og KFUK á Íslandi bjóða upp á 1-2 helgistundir á mótinu, sem verða skipulagðar af unglingum og leiðtogum. Þeir hópar sem hafa áhuga á að taka að sér verkefni í nafni KFUM og KFUK á Íslandi eru beðnir um að hafa samband við Hákon,hakon@kfum.is, sem allra fyrst og í síðasta lagi 15. mars 2013.
Nánari upplýsingar um hátíðina
Allar nánari upplýsingar um hátíðina má fá á heimasíðu Evrópuhátíðar KFUM á slóðinni: http://www.yefestival.com. Þátttakendur á Evrópuhátíðinni frá Íslandi hafa vettvang fyrir skoðanaskipti og hugmyndir í Facebook hópnum Evrópuhátíð KFUM í Prag 2013 – Þátttakendur.
Kynningarefni fyrir hópa
KFUM og KFUK á Íslandi hefur útbúið kynningarefni fyrir hópa til að segja frá Evrópuhátíð KFUM í Prag 2013.