Alþjóðaráð KFUM og KFUK hvetur leiðtoga og aðra áhugasama innan félagsins að sækja um þátttöku á námskeiði sem Evrópa Unga Fólksins heldur í Finnlandi í október.

Nafn viðburðar: R_U_Online
Skipuleggjandi: Evrópa Unga Fólksins
Dagsetning: 2. – 7. október 2012
Staðsetning: Oulu, Finnlandi
Fjöldi fulltrúa frá KFUM og KFUK á Íslandi: 2
Kostnaður sem fellur á þátttakanda: 5000 kr.
Aldurstakmörk: 16 – 18 ára og líka eldri leiðtogar
Nánari upplýsingar:
Námskeiðið er um hvaða áhrif internetið hefur á líf ungs fólks í dag og hvernig hægt er að nota internetið til að koma jákvæðum skilaboðum áleiðis.
Námskeiðið er fyrir ungt fólk innan Evrópu frá hinum og þessum samtökum. Ætlast er til að tveir leiðtogar fari saman, 1 leiðtogi á aldrinum 16 – 18 ára og svo eldri leiðtogi sem væri leiðtogi hópsins.
Leiðtogar frá KFUM og KFUK á Íslandi hafa farið áður á fjölmörg námskeið á vegum Evrópu Unga Fólksins og hafa leiðtogarnir komið ánægðir til baka.
Flug til og frá Finnlandi ásamt fæði og gistingu er að fullu greitt fyrir þátttakandann. Eini kostnaður sem fellur á þátttakanda er 5000 kr. þátttökugjald.
Á námskeiðinu koma 38 þátttakendur saman frá 17 löndum og fer öll dagskráin fram á ensku.

Umsónarfrestur rennur út 11. ágúst 2012.

Alþjóðaráð KFUM og KFUK á Íslandi mun fara yfir umsóknirnar og velja úr. Allir umsækjendur verða látnir vita hvort þeir hafi komist að eða ekki. Að lokum mun KFUM og KFUK sækja um að fá að senda viðkomandi einstaklinga á námskeiðið. Líklegt er að félagið á Íslandi fái að senda teymi af tveimur á námskeiðið en endanleg ákvörðun um hvort við getum sent fulltrúa er þó í höndum skipuleggjenda ráðstefnunnar.

Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að hafa samband með tölvupósti á birgir@kfum.is.

Umsókn um þátttöku í ráðstefnunni

[form utlond]