Annar dagurinn hefur gengið vel hjá okkur í Ölveri. Það rigndi smá en við gleðjumst með gróðrinum. Í morgunn fóru þær á fyrsta Biblíulesturinn, þar heyrðu þær sögu sem verður framhaldssagan okkar í vikunni og lærðu um gleðina og það hvað þær væru dýrmæt sköpun Guðs. Þær fóru í leikinn ,,ég er frábær´´ og lærðu að fletta upp í Nýja testamentinu. Næst var farið í brennókeppni og síðan fengu þær kjötbollur í hádegismat. Þá var komið að hárgreiðslukeppni þar sem þær greiddu hvor annarri að mikilli snilld. Eftir actionary, kaffitíma og heita pottinn var borðaður kvöldmatur, brauð og ávaxtasúrmjólk. Stelpurnar í Skógarveri (Anna Birna, Yadonai, María Björt og Katla) sáu um að skemmta okkur á kvöldvöku og nú eru allar komnar í háttinn,
tilbúnar að takast á við verkefni morgundagsins.
Erla Björg Káradóttir