Farið verður í vorferð yngri deilda KFUM og KFUK næstkomandi helgi 30.-31. mars. KFUK deildir fyrir stúlkur halda ýmist í Vindáshlíð eða Ölver en deildir fyrir bæði kyn og KFUM deildir fyrir drengi halda í Vatnaskóg. Gist verður í eina nótt, aðfaranótt laugardags. Brottför er kl.17:30 á föstudag, en heimkoma er kl.17 á laugardag, á Holtaveg í Reykjavík. Ferðirnar eru skipulagðar fyrir 9-12 ára strákar og stelpur ásamt leiðtogum úr KFUM og KFUK deildum. Á dagskrá í sumarbúðunum verður kvöldvaka, íþróttir, leikir, gönguferð, söngstundir, samverur, skógarferðir og margt, margt, fleira.
Þátttakendur þurfa að taka með peninga fyrir mótsgjaldi, íþróttaföt, inniskó, náttföt, svefnpoka, tannbursta og tilheyrandi, góðan og hlýjan útivistarfatnað og gott skap!
Skráning fer fram hjá leiðtogum í yngrideildum félagsins. Foreldrar/forráðamenn þurfa að skrifa undir leyfisbréf sem þarf að afhenda leiðtogum í þessari viku.
Allar nánari upplýsingar um mótið má fá hjá leiðtogum í starfi KFUM og KFUK og hjá æskulýðsfulltrúum KFUM og KFUK á Holtavegi, s. 588-8899.
Hér má nálgast kynningarbækling og leyfisbréf fyrir ferðina: 2012 – Vorferð – upplýsingabæklingur
Brottför frá KFUM og KFUK húsinu við Holtaveg í Reykjavík verður kl. 17:30 á föstudaginn og heimkoma á sama stað um kl. 17:00 á laugardaginn. Brottför og heimkoma frá Suðurnesjum og Hveragerði hefur verið auglýst í viðkomandi deildarstarfi.