Næsta sunnudag, þann 25. mars, verður að venju sunnudagssamkoma kl.20 á Holtavegi 28, Reykjavík.
Ræðumaður samkomunnar verður Jón Ómar Gunnarsson, æskulýðsprestur KFUM og KFUK, sem mun tala út frá yfirskrift samkomunnar, sem er að þessu sinni: „Synd, refsing og líkn“ (4.Mós. 21:5-9). Hin fjöruga Gleðisveit mun sjá um stjórnun samkomunnar og tónlistarflutning hennar.
Að samkomu lokinni verður sælgætis-og gossala KSS-inga opnuð, og gestir eru hvattir til að eiga saman góða og notalega kvöldstund.
Allir eru hjartanlega velkomnir á samkomuna.