Næsta sunnudag, þann 18. mars verður að venju sunnudagssamkoma í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28 kl. 20.
Yfirskrift samkomunnar er að þessu sinni: Hugarfar Krists (Fil.2:1-5) – Lítið ekki aðeins á eigin hag heldur einnig annarra.
Ræðumaður kvöldsins verður séra Guðmundur Karl Brynjarsson, sem mun tala út frá yfirskrift kvöldsins. Hljómsveitin Tilviljun? , sem nýverið gaf út sýna fyrstu geislaplötu, Vaktu, mun stjórna samkomunni og annast tónlist og söng.
Auðunn og Maja verða samkomuþjónar. Sælgætis – og gossala KSS verður að venju opnuð að samkomu lokinni, og gestir eru hvattir til að eiga saman góða stund. Allir eru hjartanlega velkomnir á samkomuna.