Skógarvinir er hópur drengja á aldrinum 12 til 14 ára sem taka þátt í æskulýðsstarfi KFUM og KFUK. Hópurinn er með sérstaka áherslu á starf Skógarmanna í Vatnaskógi og hittast á tveggja vikna fresti. Dagskráin er spennandi og í gær, föstudaginn 17. febrúar heimsóttu Skógarvinir Skógarmanninn og íþróttafréttamanninn Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson á RÚV. Kynnti Þorkell starfsemi RÚV og leyfði drengjum að máta sig í hinum ýmsu „settum“ sjónvarpsins. Eftir heimsókina héldu drengirnir niður á Holtaveg þar sem þeir fengu bæði líkamlega og andlega hressingu.