Í kvöld, fimmtudaginn 26. janúar kl.20 verður fundur hjá AD (aðaldeild) KFUM í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28 í Reykjavík.
Efni fundarins er að þessu sinni: „Staða kristni í Reykjavík við upphaf nýs árs“, í umsjá séra Gísla Jónassonar, prófasts. Séra Gísli mun einnig flytja hugleiðingu.
Tómas Torfason stjórnar fundinum.
Í lok fundarins mun Romulo Dantas, framkvæmdastjóri „Youth Empowerment“ hjá Heimssambandi KFUM, sem kom til Íslands í gærkvöldi, flytja stutt ávarp.
Kaffi og kaffiveitingar verða á boðstólnum í lok fundar að venju. Allir karlmenn eru hjartanlega velkomnir.