í gærkvöldi, þriðjudagskvöldið 24. janúar, um kl.20, var dökkgrænum Volvo V50 station-bíl stolið fyrir utan hús KFUM og KFUK á Holtavegi í Reykjavík. Atburðurinn átti sér stað á meðan fram fór fundur hjá AD (aðaldeild) KFUK.
Númerið á bílnum sem var stolið er RD-526.
Félagsfólk er sérstaklega beðið um að vera árvökult fyrir bílnum, og hvatt til að biðja fyrir því að hann finnist.
Þeir sem hafa orðið varir við bílinn eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000.
Til að gæta öryggis, er félagsfólk einnig hvatt til þess að skilja ekki verðmæti við sig á viðburðum í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi.
„Ég, Drottinn, Guð þinn, held í hægri hönd þína og segi við þig: „Óttast þú eigi, ég hjálpa þér.“ ( Jes.41:13).
Með kærri kveðju,
Starfsfólk Þjónustumiðstöðvar KFUM og KFUK