Í byrjun febrúar hefja Skógarvinir göngu sína á ný á vormisseri. Skógarvinir KFUM eru hópur stráka sem taka þátt í starfi KFUM og KFUK með sérstakri áherslu á Vatnaskóg. Skógarvinir hittast reglulega alls fimm sinnum í vor og taka þátt í skemmtilegri og fjölbreyttri dagskrá (sjá hér fyrir neðan).
Hópurinn er ætlaður drengjum á aldrinum 12-14 ára.
Dagskráin hefst kl. 17:00 á föstudagskvöldum, en mæting er í hús KFUM og KFUK á Holtavegi 28, Reykjavík.
Aðeins 25 drengir komast að í Skógarvini. Þátttökugjald er 8.500 kr., en innifalið í þeirri upphæð eru allar ferðir, matur og gisting. Skráning hefst 25. september klukkan 9:00 í síma 588-8899 og einnig á skraning.kfum.is .
Á heimsíðu Vatnaskógar, www.vatnaskogur.is verður dagskrá Skógarvina uppfærð og munu tilkynningar, fréttir af starfinu og myndir birtast þar.
Dagskrá Skógarvina vorið 2012:
3. febrúar.
Skógarmannafundur á Holtavegi: Uppbygging í Vatnaskógi kynnt.
Farið í leiki – Síðdegishressing – Dagskrá lýkur kl. 19:00.
17. febrúar
RÚV/ Sportið: Heimsókn á Rúv til Þorkels Gunnars íþróttafréttamanns.
Síðdegishressing – Mæting á Holtaveg og heimkoma á sama stað um kl. 19:00.
2. mars
Hellaskoðun: Raufarhólshellir skoðaður
Vinsamlega komið með vasaljós og hjálm
Kvöldmatur – Heimkoma á Holtaveginn um kl. 20:30.
16.- 17. mars
Ferð í Vatnaskóg:
Spennandi ævintýraferð þar sem drengirnir takast
á við verkefni og ævintýri í Vatnaskógi á óvenjulegum tíma.
Heimkoma á laugardeginum kl.14:00.
30. mars
Laser tag.
Lindakirkja heimsótt – Kvöldmatur
Dagskrá lýkur kl. 21:00.
Umsjónarmenn Skógarvina vorið 2012 eru:
Ársæll Aðalbergsson 50 ára
Benedikt Snær Magnússon 22 ára.
Styrmir Magnússon 36 ára
Þór Bínó Friðriksson 25 ára
Skógarmenn – Áfram að markinu!