Næsta sunnudagskvöld, þann 15.janúar, verður samkoma kl.20 í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28, Reykjavík.
Samkoman er önnur samkoma nýs árs, 2012, en yfirskrift hennar er: „Frelsuð fyrir trú“ (Róm1:16-17) – Fagnaðarerindið er frelsandi kraftur Guðs.
Ræðumaður kvöldsins er sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir, en hún situr í stjórn KFUM og KFUK á Íslandi, og mun tala út frá yfirskriftinni.
Tónlistarflutningur kvöldsins og stjórnun samkomunnar er í umsjá hinnar fjörugu Gleðisveitar. Gleðisveitin leiðir líflegan söng sem gestir eru hvattir til að taka undir.
Samkomuþjónar verða þau Sigrún og Hörður.
Gestir eru hvattir til að staldra við að samkomu lokinni og eiga saman notalega stund. Sælgætis-og gossala KSS-inga verður opnuð, og ágóði sölunnar er til styrktar starfsemi KSS (Kristilegra skólasamtaka).
Allir eru hjartanlega velkomnir og hvattir til að eiga góða kvöldstund á Holtavegi á sunnudagskvöld.