Í síðustu viku lauk fundum í deildum æskulýðsstarfs KFUM og KFUK á haustönn.
Jólaleyfi starfsins stendur nú yfir, en það hefst aftur af fullum krafti með spennandi dagskrá fyrir bæði yngri deildir (YD) og unglingadeildir (UD) í janúar. Starfið hefst formlega á nýju ári þann 9.janúar. Dagskrár deildanna ásamt almennum upplýsingum um starfsemina, leiðtoga og stað – og tímasetningar munu birtast fljótlega á heimasíðu félagsins.
Í kvöld, föstudaginn 9. desember verður Jólasamvera leiðtoga æskulýðsstarfsins haldin í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28, kl.18. Þá er leiðtogum í starfinu boðið í kvöldverð og að eiga notalega samverustund í lok haustannar.
Starfsfólk KFUM og KFUK þakkar öllum sjálfboðaliðum og þátttakendum æskulýðsstarfsins í haust kærlega fyrir skemmtilega mánuði og hlakkar mikið til starfsins á vorönn.