Næsta sunnudag, 27.nóvember, sem er fyrsti sunnudagur í aðventu,
verður sunnudagssamkoma kl.20 í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28, Reykjavík.
Að þessu sinni er yfirskrift samkomunnar: Fær hann að koma inn ? (Opinb. 3:20-22)
Ræðumaður samkomunnar er Guðlaugur Gunnarsson.
Kristín Sverrisdóttir segir frá Basar KFUK en hann verður haldinn daginn áður, laugardaginn 26.nóvember kl.14.
Hljómsveitin Tilviljun? annast tónlistarflutning og leiðir söng, og meðlimir hljómsveitarinnar munu einnig stjórna samkomunni.
Allir eru hjartanlega velkomnir. Tilvalið er að hefja aðventuna og undirbúa komu jólanna með því að eiga góða stund á samkomu á sunnudagskvöldið.