Á morgun, þriðjudaginn 27.september fer fram kynning á niðurstöðu æskulýðsrannsóknarinnar Ungt fólk 2011 – Grunnskólanemar í 5., 6. og 7. bekk í húsi KFUM og KFUK, Holtavegi 28 í Reykjavík.
Rannsóknarröðin Ungt fólk hefur undanfarin ár verið unnin af Rannsóknum og greiningu í samvinnu við Mennta- og menningarmálaráðuneytið. Þessar rannsóknir eru nýttar við stefnumótun og aðgerðir meðal ungs fólks í fjölmörgum sveitarfélögum landsins.
Kynningin hefst klukkan 13:30 og stendur til u.þ.b.16:00. Niðurstöður rannsóknarinnar í heild sinni verða birtar á vef Rannsókna og greiningar miðvikudaginn 5.október. Nánari upplýsingar um Rannsóknir & greiningu má finna á
www.rannsoknir.is.
Allir eru hjartanlega velkomnir – léttar veitingar verða í boði.
KFUM og KFUK á Íslandi hvetur sjálfboðaliða og starfsfólk til að sækja kynninguna.