Fjórði dagur er runninn upp í 5. flokki Vatnaskógar þetta sumarið. Loksins hefur vindinn lægt og því voru bátarnir opnir fyrir hádegi í dag, sem er í fyrsta sinn í flokknum. Mikill áhugi var á því að komast út á bát og voru flestir drengirnir við bátaskýlið strax eftir morgunstund og Biblíulestur.
Þar sem þetta er besta veðrið sem við höfum fengið þessa vikuna og sólin skin verða grillaðar pylsur í hádegismat og borðað úti áður en við tekur skemmtidagskrá við vatnið. Ráðgert er eftir hádegi að draga þá sem vilja á tuðru sem dregin er af mótorbáti og að fara á sólbaðsströnd Skógarmanna í Oddikoti þar sem piltarnir fá að vaða og busla í vatninu.
Kvöldið í gær tókst vel upp. Mikil dagskrá var, hoppukastalar, heitir pottar, langstökk, fótbolti og hið sívinsæla smíðaverkstæði. Á kvöldvökunni sá drengirnir svo síðari hlutann í stuttmyndinni um Palla og fyrsta bikarinn, mynd sem gerist í Vatnaskógi og skartar einvala liði leikara, í leikstjórn Þorleifs Einarssonar. Sýnt var leikrit á kvöldvökunni í gær og mikið sungið. Leikritin eru vinsæl og í kvöld gefst strákunum sjálfum kost á að setja á svið leikrit á kvöldvökunni.
Myndir frá fyrstu þremur dögunum má sjá
hér. Því miður bilaði myndavélin í gær og því ekki eins margar myndir frá þriðja degi og við hefðum viljað, en það verður vonandi bætt upp með fullt af myndum í dag og koma þær
hér.
Bestu kveðjur úr Vatnaskógi
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson og Sigurbjörn Þorkelsson
forstöðumenn í 5. flokki