Skráning er hafin í allar sumarbúðir KFUM og KFUK á Íslandi. Þær eru fimm talsins, Kaldársel, Vatnaskógur, Vindáshlíð, Ölver og Hólavatn. ( http://www.skraning.kfum.is) Hólavatn eru einu sumarbúðir félagsins á Norðurlandi en þangað sækja börn af öllu landinu. Hver flokkur er fimm daga, hefst á mánudagsmorgni og líkur síðdegis á föstudegi. Þeir krakkar sem koma af Reykjavíkursvæðinu geta komið með flugi á mánudagsmorgni og eru þá sótt á flugvellinum á Akureyri þegar þau lenda kl. 9.15 og fara beina leið á Hólavatn. Á föstudeginum er komið til Akureyrar um kl. 15.30 og er best að bóka með vélinni sem fer frá Akureyri kl. 16.55 og býður starfsmaður Hólavatns með börnunum á flugvellinum þar til að þau eru farin út í vél.
Á Hólavatni dvelja 28 börn í hverjum flokk en starfsmenn eru 6 talsins, allir yfir 18 ára aldri og hafa, líkt og í öllum sumarbúðum KFUM og KFUK, sótt námskeið í skyndihjálp, brunavörnum, stjórnun hópa, barnavernd og fleiri gagnlegum þáttum sem snúa að rekstri sumarbúða. Þá skila allir starfsmenn KFUM og KFUK á Íslandi inn samþykki fyrir því að leitað sé til Sakarskrár ríkisins um hreint sakarvottorð.
Kynningarmyndband fyrir Hólavatn má skoða hér og flokkaskrá og upplýsingar um allar sumarbúðir KFUM og KFUK eru aðgengilegar hér á vefsíðunni.