Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar var haldinn hátíðlegur síðastliðinn sunnudag, 6. mars. Margar deildir KFUM og KFUK tóku þátt í guðsþjónustum víðsvegar um landið. Einn leiðtogi KFUM og KFUK samdi nýjan texta við lagið Gordjöss sem Páll Óskar syngur og lagahöfundurinn heitir Bragi Valdimar Skúlason. Leiðtoginn fékk leyfi lagahöfundar að gera nýjan texta og flytja það í messum þennan tiltekna dag. Lagið var sent til þeirra leiðtoga sem vildu nota það. Nokkrar deildir KFUM og KFUK tóku þetta lag í kirkjum landsins í gær. Leiðtoginn heitir Hákon Arnar Jónsson og þakkar KFUM og KFUK honum og Braga Valdimar fyrir þetta framlag.
Gordjöss
Í upphafi var ekki neitt,
Á sex dögum var þessu breytt.
Þá kom drottinn vor,
Bjó þett’ allt til
Fyrst var allt svart,
Síðan svo bjart.
Þetta er bara byrjunin.
Næst urðu til höf og lönd,
Fyrir ofan sjónarrönd,
Varð svo himinn.
Sem að heiður er og blár.
Á hann setti
(á) Einu bretti
Stjörnur fimmþúsundogþrjár.
Og nú er heimurinn svo GORDJÖSS,
Og allt sem í honum er svo töff,
Og nú er heimurinn svo FABÍLOS.
Eins og sést.
Já nú er heimurinn svo GORDJÖSS
Og allt sem í honum er svo töff.
Góði guð þú veist best. Ahahahahahahaaa…..
Eitthvað líf nú vantaði,
Nokkrum fiskum plantaði,
Oní hafið
Ásamt öðrum lífverum.
Svo kom restin
Ballalestin
Ásamt tveimur mannverum.
Já nú er heimurinn svo GORDJÖSS,
Og allt sem í honum er svo töff,
Já nú er heimurinn svo FABÍLOS.
Eins og sést.
Já nú er heimurinn svo GORDJÖSS
Og allt sem í honum er svo töff.
Góði guð þú veist best. Ahahahahahahaaa…..
Já nú er heimurinn svo GORDJÖSS,
Og allt sem í honum er svo töff,
Já nú er heimurinn svo FABÍLOS.
Eins og sést.
Já nú er heimurinn svo GORDJÖSS
Og allt sem í honum er svo töff.
Góði guð þú veist best. Ahahahahahahaaa…..
Textahöfundur: Hákon Arnar Jónsson