Í kvöld, þriðjudaginn 1. mars verður samkoma í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28 í Reykjavík kl.20 í tilefni af Kristniboðsviku 2011 sem stendur yfir dagana 27. febrúar – 6. mars.
Ekki verður því hefðbundinn fundur hjá AD (Aðaldeild) KFUK í kvöld eins og aðra þriðjudaga yfir vetrartímann.
Á samkomunni mun Birna Gerður Jónsdóttir flytja hugleiðingu. Lofgjörðarhópur verður með tónlistaratriði, og Stefán Einar Stefánsson mun fjalla um stöðu biblíuþýðinga í heiminum.
Allir eru hjartanlega velkomnir, bæði karlar og konur.
Samkoma kvöldsins er áhugaverð og félagsfólk KFUM og KFUK er hvatt til að sækja hana og eiga góða stund í tilefni Kristniboðsvikunnar. Nánari upplýsingar um Kristniboðsviku má sjá
HÉR.