Til KSS inga fædda á árunum 1963-1972!
Átt þú frábærar minningar frá skólamótum, sumarferðalögum, öskudagsferðalögum, Freyjugötunni, áramótafögnuðum, KSS partýum og kannski Doddadjúsinu eða lúgunni hennar Bettýar? Ef svo er ekki skulum við hjálpa þér að rifja þær upp.
Föstudagskvöldið 21. janúar 2011 ætla gamlir KSS ingar að hittast á Holtavegi 28 og gera sér glaðan dag. Húsið verður opnað kl. 19.00 og borðhald hefst kl. 19.30. Slegið verður á létta strengi með gömlum KSS söngvum, myndasýningu og stórkostlegum skemmtiatriðum.
Verð aðeins 2.800 krónur með dagskrá og kvöldmat. Skráning fer fram á heimasíðu KFUM og KFUK,
www.skraning.kfum.is. Allra síðasti skráningardagur er 18. janúar eða meðan húsrúm leyfir.
Hlökkum til að sjá þig!
Undirbúningsnefndin.