Á morgun, 17.nóvember á Vinagarður, leikskóli KFUM og KFUK á Íslandi 35 ára starfsafmæli. Í tilefni afmælisins mun starfsfólk Vinagarðs ásamt leikskólabörnunum standa fyrir afmælisveislu kl.15 í samkomusalnum í félagshúsi KFUM og KFUK (,,hvíta húsinu“, eins og börnin á Vinagarði kalla það) að Holtavegi 28. Leikskólabörnin munu sýna atriði, og á boðstólnum verður kaffi og afmæliskaka.
Foreldrar og forráðamenn barna á Vinagarði eru hvattir til að líta við í afmælisveislunni á morgun, að Holtavegi 28 kl.15. Gengið er inn um aðaldyr hússins (hvítar dyr), sem snúa að Langholtsskóla.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Nú eru 75 börn á leikskólanum Vinagarði. Deildin Uglugarður, sem er fyrir elstu börnin, skólahóp, á Vinagarði, fluttist nú í haust milli húsa á Holtavegi í Reykjavík, og er starfrækt á jarðhæð í ,,hvíta húsinu“. Áður var deildin starfrækt í húsnæði Vinagarðs, sem er einnig við Holtaveg. Heimasíðu Vinagarðs má sjá hér:
http://www2.kfum.is/leikskoli/ .