Frá Mennta-og menningarmálaráðuneytinu:
Ráðstefnan Æskan – rödd framtíðar verður haldin á Hótel Hilton Nordica í Reykjavík dagana 28. – 29. október 2010.
Samanburðarrannsókn var framkvæmd á síðasta ári meðal norrænna ungmenna á aldrinum 16-19 ára, á öllum Norðurlöndunum þ.m.t. Færeyjum, Grænlandi og á Álandseyjum. Á ráðstefnunni verða niðurstöður rannsóknarinnar kynntar.
Kynningu á niðurstöðum rannsóknarinnar verður fylgt eftir með málstofum og umræðum þar sem stjórnmálamenn, fræðimenn og aðrir sem tengjast ungu fólki munu fjalla um hvernig á að halda áfram að vinna að framkvæmd núverandi stefnu og hvernig hægt er að auðvelda aukna samvirkni á milli stefnu og aðgerða Norðurlanda í málefnum ungmenna.
Heimasíða ráðstefnunnar er
www.nyr2010.is