Skógarvinir er deild fyrir 12-14 ára drengi sem vilja tengjast Vatnaskógi. Síðustu daga hefur skráning í Skógarvini farið mjög vel af stað, en enn eru nokkur pláss laus. Aðeins 30 drengir komast að í Skógarvini. Áhugasamir eru því hvattir til að tryggja sér pláss í hópnum og ganga frá skráningu sem fyrst.
Í haust munu Skógarvinir hittast fimm sinnum, á föstudögum kl.17. Tveir af þessum fundum fela í sér ferð í Vatnaskóg, með tilheyrandi ævintýrum. Allir fundirnir hefjast og enda í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28 í Reykjavík. Í Skógarvinum verður í boði spennandi dagskrá, ýmsar uppákomur og fjör, þar sem strákar skemmta sér saman að hætti Vatnaskógar.
Skráning fer fram bæði í síma 588-8899 og á skráningarsíðu KFUM og KFUK, hér:
http://skraning.kfum.is/
Þátttökugjald er kr. 8000. Allar ferðir, matur og annað efnisgjald er innifaldið í þátttökugjaldi. Hægt er að ganga frá greiðslu í síma 588-8899 eða með staðgreiðslu í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK að Holtavegi 28.