Dagurinn í dag hófst í nokkurri vætu. Við ákváðum því að færa fánahyllingu inn og buðum svo uppá sérstak inni prógram og heita potta partý. Allir drengirnir fóru því í sturtu og hrein föt, sumir völdu að fara í heitu pottana á meðan aðrir tóku því rólega í kúluspilum, þythokký, skák, borðtennis, billjard eða bóklestri.
Hópnum var skipt upp þannig að annar hlutinn fór í íþróttahúsið í ofangreint á meðan hinir sáu klassískar Vatnaskógarmyndir eins og "Palli og fyrsti bikarinn", "Leiðangur björgunarhringsins" og "leitin að Jozo" drengirnir voru margir fegnir að fá smá afslöppun við að horfa á sjónvarp í fyrsta skipti í amk. 5 daga!
Í hádegismatnum var boðið uppá Fajitas með nautahakki, osti, salsa sósi og fullt af fersku grænmeti.
Nú rétt í þessu var tilkynnt að hermannaleikurinn væri að fara í gang við mikinn fögnuð drengjanna.