Hingað mættu í gær 44 glæsilegar stelpur. Um leið og stúlkurnar komu úr reykjavík þá byrjaði ævintýrið í rútunni. Það fyrsta sem var gert þegar þær mættu á staðinn var að skipta í herbergi þannig að allar vinkonur fengu að deila herbergi. Þegar allar voru búnar að koma sér vel fyrir og fá sér grjónagraut þá hélt ævintýrið áfram. Þeim var tilkynnt að dagurinn yrði ofurhetju dagur. Stelpurnar voru sendar í ratleik og hvert herbergi fékk að vera saman. Á stöðvunum voru síðan foringjar í ofurhetjubúningum með eitthvað skemmtilegt þema á hverru stöð og spurðu þær svo spurninga.
Eftir kaffi var síðan farið í íþróttakeppnir og að þeim loknum var frjáls tími þar sem sumar skoðuðu svæðið, aðrar voru í fótbolta og margt fleira.
Í kvöldmatinn voru kjötbollur og síðan var blásið til kvölvöku. Á kvöldvökunn komur ofurhetjurnar aftur til sögunnar og þá var mikið fjör.
Dagurinn var frábær í alla staði, stelpurnar eru ánægðar og veðrið lék við okkur.
Ég bendi ykkur á tengilinn fyrir neðan til að skoða myndir.
Ölverskveðja,
Þóra Björg Sigurðardóttir, foringi