Þriðjudaginn 13. apríl verður leiðtogafundur. Á fundinum munum við fara yfir líðandi starfsár, ræða um þá viðburði sem voru á árinu, fáum fram nýjar hugmyndir og ræðum hvað var gott og hvað mætti betur fara. Æskulýðsfulltrúi, æskulýðsprestur og framkvæmdarstjóri sitja undir svörum.

Fundurinn hefst klukkan 18:00 og er mjög mikilvægt að allir mæti. Við bjóðum uppá máltíð eftir fundinn og þá getur fólk líka setið áfram og spjallað.
Tilgangur fundarins er að efla og styrkja starf félagsins og til að sjá hverjir hafa áhuga á að vera áfram leiðtogar í starfinu hjá okkur.
Dagskrá
17.45 ………….. Mæting
18.00 ………….. Orð og bæn
18:05…………… Stutt ávarp frá framkvæmdarstjóra
18:10…………… Hópavinna
Starfsárið – Hvað gekk vel? Hvað mátti betur fara
Viðburðir æskulýðsstarfsins
Fótboltamót
Miðnæturíþróttamót
Brennómót
Landsmót
vormót YD
Vorhátíð
Þverdeildartilboð – Hver virka og hver virka ekki?
Nýjar hugmyndir
Leiðtogafræðsla
5 þrepa leiðtogaþjálfun
önnur námskeið

19.00…………… Matur og kynning á niðurstöðum
20:00………….. Samveru lokið með því að skipa í nefndir.
Fótboltamótsnefnd
Miðnæturíþróttamótsnefnd
Brennómótsnefnd
YD mótsnefnd
Nýjunganefnd
Æskulýðsráð
Ungmennaráð