Frábær möguleiki fyrir fjölskylduna
Í fjölskylduflokk í Vatnaskógi er gott að vera og notalegt andrúmsloft. Þar gefst frábært tækifæri til að efla fjölskyldutengslin og eiga góðan tíma saman. Frábært umhverfi, afslöppuð, skemmtileg og uppbyggileg dagskrá, líflegar umræður á fullorðinsstundum og starfsmenn Vatnaskógar hugsa vel um þátttakendur. Gert er ráð fyrir því að hver fjölskylda geti því notið tímans í Vatnaskógi á eigin forsendum í bland við skemmtilega dagskrá.
Fjölskylduflokkur er tilvalin fyrir fjölskyldur að:
– njóta þess að vera saman
– fara í gönguferðir í fallegu umhverfi
– leika sér í íþróttum og leikjum
– vera með á Skógarmannakvöldvökum
– taka þátt í fræðslustundum
– skapa í listasmiðjunni
Mæting í Vatnaskóg er á milli kl. 18:30 og 19:00 á föstudeginum og hefst dagskráin formlega með kvöldverði kl. 19.00.
———————————-
DAGSKRÁ FJÖLSKYLDUFLOKKS Í VATNASKÓGI
Föstudagur 12. febrúar
19:00 Kvöldverður
20:00 Kvöldvaka í Gamla Skála
21:00 Frjáls tími
– Bænastund í kapellu
– Íþróttahúsið opið
– Matsalurinn opinn
Laugardagur 13. febrúar
08:30 Vakið
09:00 Morgunverður
09:30 Morgunstund
-Biblíulestur
-Fræðslustund foreldra
-Leikstund
-Íþróttahúsið opið
-Föndursmiðjan opin
12:00 Hádegismatur
13:00 Frjáls tími
– Ratleikur
– Stuttmyndagerð
– Föndursmiðjan
– Íþróttahúsið opið
15:00 Síðdegiskaffi
15:30 Frjáls tími
– Kassabílar
– Frjálsar íþróttir
– Íþróttahátíð í íþróttahúsi
– Undirbúningur fyrir hæfileikasýningu á kvöldvöku
– Heitir pottar við íþróttahús
18:30 Hátíðarkvöldverður – veislukvöld
19:30 Kvöldvaka
21:00 Kvöldganga (stutt ganga sem endar í Kapellunni með bænastund)
21:00 Matsalurinn opinn fram eftir kvöldi
Sunnudagur 14. febrúar
Frá kl. 09:30 – 10:30 Morgunverður
10:00 Íþróttahúsið opið
11:00 Útivera
12:00 Fjölskylduguðsþjónusta
Umsjón Sr. Sigurður Grétar Sigurðsson
13:00 Hádegismatur
14:00 Brottför
——————————
Vert er að vera vel búinn til að njóta dvalarinnar sem best.
Oft er mjög fallegt í Vatnaskógi á veturna en allra veðra er von.
Rétt er að hafa búnað til útiveru s.s. stígvél eða gönguskó, regngalla, hlý útiföt, föt til skiptanna, húfu, stuttbuxur, sundföt (f. þá sem vilja fara í heita potta) og íþróttaskó til notkunar í íþróttahúsi og annað sem þið teljið nauðsynlegt.
Einnig þarf að vera með sæng eða svefnpoka.
Stjórnendur flokksins verða þeir Ársæll Aðalbergsson framkvæmdastjóri Vatnaskógar og sr. Sigurður Grétar Sigurðsson sóknarprestur í Útskálaprestakalli.
Verð:
Verð: kr. 7.500.- frítt fyrir 6 ára og yngri (leikskólaaldur), hámark fyrir fjölskyldu er kr. 25.000.-
Skráning í fjölskylduflokkinn er hafin í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK, Holtavegi 28, s.588 8899 eða á
skraning@kfum.is
Nokkrar upplýsingar um Vatnaskóg
Vatnaskógur er æskulýðsmiðstöð KFUM og KFUK og er staðsett við Eyrarvatn í Hvalfjarðarsveit. Umhverfis staðinn er 220 ha skógur. Skammt frá Vatnaskógi er Hallgrímskirkja á Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, Hótel Glymur og Félagsheimilið að Hlöðum. Á staðnum er meðal annars:
Gamli skáli sem er elsta hús staðarins (vígður 1943) með gistirými fyrir 48 dvalargesti í þremur svefnsölum og tveimur minni herbergjum. Í skálanum er kvöldvökusalur fyrir rúmlega 100 manns með arni, hljóðfærum og skjávarpa.
Birkiskáli er nýjasta hús staðarins, tekinn í notkun árið 2000. Þar er gistirými fyrir 64 dvalargesti í þrettán herbergjum. Unnið er við 540 m² viðbyggingu við húsið.
Matskáli er með matsal sem tekur yfir 100 manns í sæti og eldhús sem búið er fullkominni eldunar- og uppþvottaaðstöðu.
Íþróttahús er með 350 m² íþróttasal, góðum íþróttadúk á gólfi og 6 m lofthæð. Þá er í húsinu notaleg setustofa og leiksvæði með ýmsum leiktækjum. Góð sturtuaðstaða er í íþróttahúsinu. Við Íþróttahúsið eru einnig heitir pottar.
Bátaskýli er við Eyrarvatn. Í því eru geymdir bátar sem vinsælt er að nýta til fiskveiða og annarrar skemmtunar á sumrin. Athugið að Eyrarvatn er iðulega frosið á þessum árstíma. Ísinn getur verið skemmtilegur til leika og gönguferða en getur verið varasamur.
Kapellan er lítið og fallegt bænahús í rjóðri rétt hjá Gamla skála. Fallegur upplýstur göngustígur liggur að kapellunni