Hefur þú áhuga á fræðslu um mannréttindi?
Vilt þú kynnast fjölbreyttum og skapandi leiðum fyrir ungt fólk sem nýtast jafnt innan skóla sem á vettvangi frjálsra félagasamtaka og æskulýðsstarfs?
Þá er Kompás bókin sem þú ættir að kynnast. Eftirfarandi námskeið er þá sniðið fyrir þig!
Æskulýðsvettvangurinn, fyrir tilstuðlan Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, heldur námskeið um Kompás, handbók í mannréttindafræðslu fyrir ungt fólk dagana 8.-10. janúar. Námskeiðið kostar 5.000 kr og fer aðallega fram á ensku. Kvöldmatur á föstudegi og hádegisverður á laugardegi og sunnudegi er innifalinn í verðinu.
Aðalleiðbeinandi á námskeiðinu verður Kristine Hofseth Hovland. Hún er með meistaragráðu í alþjóðlegum mannréttindum og vinnur fyrir samkirkjuleg samtök í Noregi. Hlutverk hennar þar er að vinna með hnattræna menntun, þ.e. að opna augu fólks fyrir mannréttindabrotum sem eru framin víðsvegar á jörðinni og hvetja fólk til aðgerða sem miða að því að vernda réttindi. Hnattræn menntun gerir ungmennum kleift að meta áhrif eigin athafna og íhuga ábyrgð sína sem einstaklinga. Henni til aðstoðar verður Pétur Björgvin Þorsteinsson djákni í Glerárkirkju, Evrópufræðingur (MA) og þjálfari á vettvangi Evrópu Unga Fólksins.
Dagskráin
Föstudagur16:00 Skráning16:30 Dagskráin kynnt16:45 Kompás á íslensku. Aldís Yngvadóttir, ritstjóri íslensku útgáfunnar.17:45 Kynning á starfi Mannréttindaskrifstofu Íslands, Guðrún D. Guðmundsdóttir18:30 Hlé19:30 Aðferðafræði óformlegs náms, leikir og verkefni í Kompás (Kristine og Pétur) til 21:30.Laugardagur10:00-18:00 Verkefnavinna með hléum.Sunnudagur10:00 "Hvað lærðum við" – Helgin metin11:30 Kompás á Íslandi – Tillögur þátttakenda13:00 Hádegisverður og kveðjustund.