Hér í Vatnaskógi hefur blásið talsvert og því höfum við ekki enn getað opnað bátana. Þrátt fyrir það hefur nóg verið að gera gera. Í gær fengum við góða heimsókn frá dönskum hóp frá hreyfingunni FDF. Þau tóku þátt í dagskránni okkur en buðu drengjunum einnig upp á dagskrá. Þau komu með tilbúna útileiki sem að margir drengir tóku þátt í. Þetta vakti mikla lukku og þeir drengir sem að tóku þátt voru mjög ánægðir. Þeir fóru í marga danska leiki, fengu að ganga eftir línu sem var strengd milli tveggja trjáa og leita að fjársjóði með hjálp GPS tækja.
Í hádegismatinn var klassíkur íslenskur matur – plokkfiskur og voru drengirnir mjög hrifnir.
Þrátt fyrir vindinn buðum við upp á ferðir á mótorbátnum og voru margir drengir sem skelltu sér með. Vakti þetta mikla hrifningu drengjanna.
Einnig var í boði knattspyrna, frjálsar íþróttir, smíðaverkstæði og alltaf er nóg um að vera í íþróttahúsinu.
Þráinn