Vikan 8.-12. júní er þemavika hjá KFUM og KFUK. Í þemavikunni verður boðið upp á skemmtileg námskeið fyrir ungt fólk, og það besta er að þau eru alveg ókeypis. Námskeiðin eru haldin í húsi KFUM og KFUK, Holtavegi 28.
Mánudagur
11.30 – 14.00: Kristni 101.
Námskeiðið er í fimm hlutum og
verður farið yfir grundvallaratriði
kristinnar trúar. Boðið verður upp á
léttar veitingar á námskeiðinu.
14.00 – 16.00: Táknmálsnámskeið.
Farið verður yfir stafrófið og nokkur
algeng orð.
Þriðjudagur
11.30 – 14.00: Kristni 101
14.00 – 16.00: Á framandi slóðum!
Íslenskir kristniboðar segja frá
spennandi starfi útí hinum stóra
heimi og sletta á framandi tungu.
Miðvikudagur
11.30 – 14.00: Kristni 101.
14.00 – 16.00: Nældu í þig!
Kennt verður að gera nælur og
skart á einfaldan og ódýran hátt.
Fimmtudagur
11.30 – 14.00: Kristni 101.
14.00 – 16.00: Að sníða sér stakk!
Fyrri hluti saumanámskeið, hvernig
á að búa til snið og sauma eftir því.
Námskeiðið er í tveimur hlutum.
Föstudagur
11.30 – 14.00: Kristni 101.
14.00 – 16.00: Að sníða sér stakk!
Seinni hluti saumanámskeið,
hvernig á að búa til snið og sauma
eftir því.
Frekari upplýsingar er að fá í Þjonustumiðstöð KFUM og KFUK s.588 8899