Í dag er síðasti dagurinn í Gauraflokknum. Heimferðardagurinn.. Er því von á drengjunum til Reykjavíkur um klukkan 16:30 á Holtaveg. Vikan hefur gengið hratt fyrir sig og verið lífleg og skemmtileg. Undanfarna tvo daga hafa t.d. hoppukastalar spilað stóra rullu í dagskránni en einnig hefur verið farið út á báta, farið í gönguferðir, spýtur nelgdar og tálgaðar í síðastofu, farið í ratleiki og reynt við sig í golfi.
Frumsamin leikverk hafa verið sett upp á kvöldvökum af hópi framtíðarleikara undir leiðsögn Eggerts Kaapers leikara. Myndlistasýning var einnig haldin í gær. En listasmiðjan hefur verið stýrt af Margréti Rós Harðardóttur listakonu. Þessir listrænu þættir Gauraflokks hafa gjörsamlega slegið í gegn og hefur verið mjög gaman að sjá hvað drengirnir njóta sín í slíku starfi. Verður vondandi framhald af slíku í dagskránni næsta ár.
Fyrir hönd okkar sem höfum komið að Gauraflokknum í ár þá þökkum við fyrir lánið á drengjunum og vonum að þeir komi glaðir heim.