Síðastliðna helgi fór fram Sólheimanámskeið KFUM og KFUK og kirkjunnar. Námskeiðið hófst með morgunkaffi klukkan 9.30 og stóð til klukkan 17.00, en þá var námskeiðinu slitið með messu í Sólheimakirkju. Námsekiðið sóttu 79 leiðtogar úr barna – og æskulýðsstarfi KFUM og KFUK og kirkjunnar. Leiðtogar gátu valið úreftirfarandi smiðjum og mátti velja tvær:
Er fáránlegt að trúa á Guð – eða hvað?
Sr.Gunnar Jóhannesson sóknarprestur Hofsósi fjallaði um nokkrar mikilvægar spurningar sem allir þurfa að fást við: Er Guð til? Er mikilvægt að trúa á Guð? Af hverju trúi ég á Guð? Hverju get ég svarað þegar ég er spurður "hvers vegna trúir þú á Guð"?
Hvernig er hægt að nota leiki og leiklist í starfi með börnum og unglingum?
Gunnar Björn Guðmundsson, leikstjóri, kenndi leiðtogum hvernig hægt er að nota leiki til þess að hvetja þátttakendur í barna – og æskulýðsstarfi til að hugsa skapandi.
Kristið bænalíf
Sr. María Ágústsdóttir, héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, fjallaði um bænalífið og kenndi nokkrar fornar og nýjar aðferðir við bæn og íhugun.
Námskeiðið gekk stórvel og allir fóru sáttir heim!