Ákveðið hefur verið að sýningar á söngleiknum !HERO verði í Loftkastalanum dagana 6., 8., 14. og 15. mars. Æfingar eru nú í fullum gangi en söngleikurinn er settur upp af ungu fólki í KFUM og KFUK ásamt meðlimum fleiri kristinna samfélaga á Íslandi.
Í helstu hlutverkum eru Edgar Smári Atlason, Eiríkur Hilmar Rafnsson, Þorleifur Einarsson, Ingunn Huld Sævarsdóttir, María Magnúsdóttir, Sævar Daníel Kolandavelu (Poetrix), Sigurður Ingimarsson, Pétur Hrafnsson, Davíð Tómas Tómasson (Dabbi T) og Perla Magnúsdóttir. Auk þess eru fjölmargir i kór, hljómsveit og dansi. Alls koma um 50 manns að sýningunni.
Leikstjóri er Rakel Brynjólfsdóttir og tónlistarstjóri Jóhann A.S. Reed
Miðasala hefst á næstu dögum og fer fram á midi.is. Miðaverð er kr. 2.800