KFUM og KFUK þakkar Íslendingum frábærar undirtektir við jól í skókassa. Á laugardaginn var lokaskiladagur skókassa og var slegið upp sannkallaðri skókassahátíð á Holtaveginum.
Fjölmargir sjálfboðaliðar tóku þátt í að taka á móti kössum, flokka og ganga frá og að kvöldi voru 4720 jólagjafir í skókassa komnar á bretti og inn í gám. Gámurinn leggur síðan af stað til Úkraínu á þriðjudag og á langt ferðalag fyrir höndum með skipi og langferðabílum. Við áætlum að gámurinn verði kominn til Úkraínu um miðjan desember.
Það er ljóst að Íslendingar láta ekki utanaðkomandi áhrif hafa áhrif á gjafmildi sína og hjálpsemi. Diyakuju (takk fyrir).