Skráning í sumarbúðir KFUM og KFUK er á www.sumarfjor.is. Hér fyrir neðan eru upplýsingar um hvað þarf að koma fram við skráningu og upplýsingar um greiðslumöguleika.

Við skráningu barns í sumarbúðir þurfa eftirfarandi upplýsingar að koma fram:

  • kennitala, nafn og heimilisfang barns
  • nöfn forráðamanna
  • símar og netföng forráðamanna
  • sumarbúðir og tímabil (flokkur)
  • greiðslufyrirkomulag (sjá nánari upplýsingar hér að neðan)

Nánari upplýsingar varðandi skráningu

  • Við skráningu þarf að ganga frá greiðslu dvalargjalds að fullu.
  • Af dvalargjaldi er kr. 7.000 óafturkræft sé hætt við þátttöku.
  • Athugið að rútugjald bætist við dvalargjaldið í sumarbúðunum, nema í Kaldársel og Hólavatn.
  • Veittur er 10% fjölskylduafsláttur sem dregst frá dvalargjaldi beggja/ allra systkina.

Dvalargjaldið er hægt að greiða með eftirfarandi hætti

  • Staðgreitt í Þjónustumiðstöðinni Holtavegi 28, opið kl. 9 – 17 alla virka daga.
  • Netgreiðsla, þegar skráð er á netinu fer greiðslan í gegnum örugga greiðslusíðu VALITOR.
  • Símgreiðslu, þá er skuldfært á kreditkort með því að hringja inn kortanúmer í s.588 8899.
  • Kortalán hjá VALITOR (sjá hér að neðan)

Kortalán

Með einföldum hætti er hægt að skipta greiðslunni á kortalán í 3-6 mánuði. Kortalán eru án stimpilgjalds og vextir eru skv. verðskrá VALITOR. Kortalán gilda fyrir VISA og MasterCard. Við netskráningu er hægt að útbúa kortalán á netinu og skipta þannig greiðslunni. Einnig er hægt að afgreiða Kortalán í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK á Íslandi, Holtavegi 28.

Kortalán – gjaldskrá í mars*  
Breytilegir vextir 12,55%
Lántökukostnaður 3,5%
Færslugjald 405 kr.
*tekið af vef www.valitor.is

Upplýsingar vegna millifærslna

  • Hólavatn 0565-26-30525 kt. 510178-1659
  • Kaldársel 0545-26-09111 kt. 480883-0209
  • Vatnaskógur 0117-26-12050 kt. 521182-0169
  • Vindáshlíð 0515-26-163800 kt. 590379-0429
  • Ölver 0552-26-00422 kt. 420369-6119
  • Leikjanámskeið 0117-26-04471 kt. 690169-0889 (ekki Kaldársel)

Skráningarnúmer barns þarf að koma fram í tilvísun og senda póst á innheimta@kfum.is
Nánari upplýsingar í síma 588 8899 kl. 9 – 17 alla virka daga.