Laugardagurinn 14. nóvember er síðasti skiladagur fyrir Jól í skókassa. Þann dag verður móttaka á skókössum í húsi KFUM og KFUK á Íslandi að Holtavegi 28, Reykjavík, frá kl.11-16.

Þegar vinnu lauk í gærkvöldi, föstudag, var búið að taka á móti og yfirfara 2.512 skókassa.

Því miður verður aðstaða okkar til að taka á móti gestum ekki eins góð og síðastliðin ár vegna húsnæðisvanda skrifstofu KFUM og KFUK. Við biðjumst velvirðingar á þessu og biðjum alla þá sem koma að sýna þolinmæði og skilning.

Allir eru hjartanlega velkomnir og við vonumst til að sjá sem flesta í hátíðarskapi.