Opnunartími Þjónustumiðstöðvar yfir hátíðina

Yfir hátíðina verður lokað á skrifstofunni frá og með 23. desember og opnar aftur á hefðbundnum tíma 2. janúar.

Opnunar– og afgreiðslutími í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK að Holtavegi 28, Reykjavík, um jól og áramót 2014 verður sem hér segir:

23. desember:  Lokað
24. desember: Lokað
25.desember: Lokað
26. desember: Lokað
27. desember: Lokað
28. desember: Lokað
29. desember: Lokað
30. desember: Lokað
31. desember: Lokað

2. janúar: Opið frá kl. 9-17

Við óskum ykkur ánægjulegrar aðventu og jólaundirbúnings.

Bestu kveðjur,
Starfsfólk Þjónustumiðstöðvar KFUM og KFUK á Íslandi

IMG_5706

Jólatónleikar Karlakórs KFUM 16. desember

12

Aðventufundur 11.desember

10850045_10204598488995002_1718320953248124068_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nú er um að gera að koma á aðventufund KFUM og KFUK sem verður fimmtudagskvöldið 11. desember kl. 20 í félagshúsi okkar Holtavegi 28.
Jóhann Helgason mun flytja lög af nýjum diski við ljóð sr. Friðriks. Karlakór KFUM kemur fram. Sr. Sigurður Árni Þórðarson hefur hugvekju. Auður Pálsdóttir formaður KFUM og KFUK hefur upphafsorð og bæn. Tómas Torfason stjórnar fundinum og Bjarni Gunnarsson verður við hljóðfærið. Kaffi og tilheyrandi eftir fundinn. Verið velkomin.

Eftirfylgd til styrktar Vatnaskógi

Eftirfylgd er geisladiskur þar sem ljóð og sálmar úr fórum Séra Friðriks eru útsett sem lög. Útsetningu sér Jóhann Helgason um. Flytjendur á lögunum eru Laufey kórstjóri, Bjarni Ara, Edgar Smári, Eyþór Ingi, Heiða Ólafs, Helga Möller, Jóhann sjálfur og Sigríður Guðnadóttir -að ógleymdum Karlakór Kristilegs félags ungra manna. Hljóðfæraleikarar Snorri Snorra, Jóhann sjálfur, Jón Elvar og Ásta Haraldsdóttir.
Diskurinn er til sölu á Holtavegi 28 á 3.000 kr. og er tilvalin jólagjöf til vina og vandamanna þessi jólin!

1530525_10153592486016393_5368643644214026002_n

Aðventukvöld Friðrikskapellu 10.desember

Aðventukvöld Friðrikskapellu verður miðvikudaginn 10. desember kl. 20.00. Dagskrá með hefbundnum hætti. Ræðumaður séra Valgeir Ástráðsson. Valskórinn og Karlakórinn Fóstbræður syngja.

Allir hjartanlega velkomnir.

Friðrikskapella6_IMG

 

AD fundur fimmtudaginn 4. desember Orka úr frísku lofti

  Fundur Aðaldeildar KFUM fimmtudaginn 4. desember ber heitið Orka úr frísku lofti. Margrét Arnardóttir verkefnisstjóri hjá Landsvirkjun fjallar um vindorku hjá Landsvirkjun.

Hugleiðingu kvöldsins flytur dr. Gunnar Jóhannes Gunnarsson. Fundurinn verður að venju á Holtavegi 28 og hefst kl. 20:00.

    • Dagatal

    • Æskulýðsvettvangurinn


      KFUM og KFUK á Íslandi er hluti af Æskulýðsvettvangnum.
    • Verkefni