Umsóknarfrestur sumarstarfs rennur út 1. mars

Ennþá er opið fyrir starfsumsóknir en við þurfum að fá til liðs við okkur stóran hóp af frábæru, jákvæðu og hæfileikaríku ungu fólki. Það er meiriháttar að vinna með börnum í sumarbúðum og á leikjanámskeiðum KFUM og KFUK. Vilt þú bætast í þann hóp? Skelltu þá inn umsókn og það er aldrei að vita, kannski erum við að leita að þér. Umsóknarfrestur rennur út sunnudaginn 1. mars.

Athygli er vakin á því að sækja þarf um sérstaklega fyrir hverja starfsstöð. Nánar hér.

This slideshow requires JavaScript.

AD KFUM 26. febrúar: Biblíufélagið 200 ára

Í kvöld, 26. febrúar kl. 20, verður AD KFUM fundur á Holtavegi 28. Ragnhildur Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri Biblíufélagsins verður gestur fundarins og með hugleiðingu. Með stjórnun er Kári Geirlaugsson. Upphafsorð er Pétur Ragnhildarson með. Að loknum fundi verður boðið upp á kaffi.

Allir karlmenn hjartanlega velkomnir.

Opinn félagsfundur 25. febrúar: Sæludagar í Vatnaskógi

VaSæludagar hafa verið haldnir í Vatnaskóg síðan 1992. Óhætt er að segja að þessi viðburður hafi verið fjölmennasti árlegi viðburður bæði í Vatnaskógi og á vettvangi KFUM og KFUK. Almennt hafa þátttakendur verið ánægðir með Sæludaga. En hvernig gerum við góðan viðburð betri? Hvað þarf að laga? Miðvikudagskvöldið 25. febrúar verður haldinn opinn félagsfundur á Holtavegi 28 kl. 20:00. Á fundinum verða flutt framsöguerindi. Skipt verður í hópa eftir málefnum og niðurstöður kynntar. Boðið verður uppá Sæludagakaffi á fundum.
Athugið allir velkomnir! Skráning hér.

 

AD KFUK 24. febrúar: Kristileg skólasamtök í tali og tónum

AD KFUK fundur er í kvöld, 24. febrúar, á Holtavegi 28 og hefst kl. 20:00. Að þessu sinni verður sr. Sveinn Alfreðsson með hugleiðingu. Umsjón með fundi er Perla Magnúsdóttir en með kaffi er María Sighvatsdóttir.
Allar konur hjartanlega velkomnar.

Æskulýðsmótið Friðrik

fridrik

 

 

 

 

 

 

 

 

Nú um helgina var Æskulýðsmótið Friðrik haldið í Vatnaskógi fyrir allar unglingadeildir KFUM og KFUK.  Mótið var vel sótt og dvöldu um 160 manns í Vatnaskógi í góðu yfirlæti.  Yfirskrift mótsins var náungakærleikur og sáum við þann kærleika svo sannarlega í verki á mótinu.

Frábær sumarstörf í boði

14809379733_290ccd8685_z

Þetta er ekki öskudagslið. Þetta er bara mynd sem tekin er á nokkuð venjulegum degi í sumarbúðum KFUM og KFUK síðastliðið sumar. Ennþá er opið fyrir starfsumsóknir en við þurfum að fá til liðs við okkur stóran hóp af frábæru, jákvæðu og hæfileikaríku ungu fólki. Það er meiriháttar að vinna með börnum í sumarbúðum og á leikjanámskeiðum KFUM og KFUK. Vilt þú bætast í þann hóp? Skelltu þá inn umsókn og það er aldrei að vita, kannski erum við akkurat að leita að þér. Umsóknarfrestur rennur út 1. mars.

Athygli er vakin á því að sækja þarf um sérstaklega fyrir hverja starfsstöð. Nánar hér

  • Myndir úr starfinu

   2
  • Dagatal

  • Æskulýðsvettvangurinn


   KFUM og KFUK á Íslandi er hluti af Æskulýðsvettvangnum.
  • Verkefni